Iðan fræðslusetur

Iðan fræðslusetur heldur úti verkefni sem hefur að markmiði að kynna áhugasömum nemendum í efstu bekkjum grunnskóla þá miklu fjölbreytni sem er að finna úti í atvinnulífinu. Starfskynningar eru hluti þessa verkefnis og síðasta mánudag bauðst nokkrum nemendum í Kársnesskóla að kynnast bíliðngreinum annars vegar en prent- og miðlunargreinum hins vegar. Verkefnið er hluti náms- og starfsfræðslu skólans. Nemendur unnu í tveimur hópum, annar setti saman bílmódel og snerti á þremur greinum bíliðna; bifvélavirkjun, bílamálun og bílasmíði. Þau beygja módelplötu, sprauta bílinn og setja að lokum rafmótor í hann, tengja og „keyra af stað“. Hinn hópurinn kynntist grafískri miðlun, textagerð og útgáfu. Nemendur tóku viðtöl og gerðu myndbönd, settu upp veggspjöld og prentuðu út og til aðstoðar verður starfsfólk á vegum skólans og Iðunnar fræðsluseturs. Heimsóknin var frábærlega vel heppnuð og eins og ávallt voru nemendur til fyrirmyndar í alla staði.

 

Posted in Fréttaflokkur.