Góðgerðardagurinn var haldinn hátíðlegur síðastliðinn fimmtudag og erum við sérlega stolt af árangri og þátttöku foreldra, starfsfólks og barna á þessum degi. Í dag kom til okkar Anna Björk Eðvarðsdóttir formaður Hringsins og tók við söfnunarfénu frá nemendum í 7.bekk sem afhentu Barnaspítalasjóði Hringsins 770.000. Þessi upphæð er sú mesta sem hefur safnast á þessum degi til þessa og við erum að springa úr stolti hér í Kársnesskóla.
Á viðurkenningarskjali sem Hringurinn afhenti skólanum stóð: ,,Nemendur Kársnesskóla héldu Góðgerðadag í skólanum, til styrktar Barnaspítalasjóði Hringsins. Með einstökum krafti og dugnaði nemenda, safnaðist mjög vegleg peningaupphæð á Góðgerðardaginn. Hjartans þakkir frá okkur Hringskonum, gangi ykkur öllum vel í því sem þið takið ykkur fyrir hendur. Framtíðin er ykkar“
Kærar þakkir til ykkar sem lögðuð ykkar að mörkum og við erum strax farin að hlakka til næsta Góðgerðardags.