Fræðslu- og fyrirspurnarhádegi með sálfræðingi skólans, Erlendi Egilssyni. Á núlíðandi haustönn hefur skólastarfið litast af stöðu faraldursins og til marks um það þurfti t.a.m. að fella niður skólastarf á síðastliðinn föstudag. Við viljum gera það sem við getum, hjálpast að og einblína á hjálplega þætti sem við höfum stjórn á, t.a.m. hvernig við hjálpum börnunum okkar með mótlætaþol og tilfinningatjáningu. Erlendur fjallar stuttlega um þetta og hvað er til ráða. Í kjölfarið verður opinn fyrirspurnartími þar sem Erlendur mun taka við fyrirspurnum og eiga samræður við þátttakendur.
Viðburðinn má finna hér (Facebook)
Hlekk á fundinn má finna hér