Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Kársnesskóla.
Nú tökum við höndum saman og höldum aðalfund, opinn skólaráðsfund og fræðsluerindi á sama tíma eða mánudaginn 31. maí kl. 19:30
Hlekk á fundinn má finna hér
Við hefjum fundinn á fræðsluerindi frá Erlendi skólasálfræðingi en hann lýkur skólaárinu með fræðslumolum til okkar allra varðandi hegðunar- og tilfinningavanda barna og hvað foreldrar þeirra hafa gert einkar vel á núliðnu skólaári. Þetta verður síðasta fræðsluerindi skólaársins hjá Erlendi, svo ekki láta þig vanta.
Því næst tekur við opinn skólaráðsfundur og við ljúkum dagskránni á aðalfundi Foreldrafélags Kársnesskóla.
Dagskrá aðalfundarins er eftirfarandi:
- Fundur settur
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla fráfarandi stjórnar
- Ársreikningur Foreldrafélags Kársnesskóla vegna skólaársins 2020-2021 lagður fram
- Kosning stjórnar Foreldrafélags Kársnesskóla
- Kosning skoðunarmanns reikninga
- Kosning fulltrúa foreldra í skólaráð
- Önnur mál.
Óskað er eftir að foreldrar sem vilja bjóða sig fram sendi tölvupóst á netfangið: [email protected] en einnig má bjóða sig fram á aðalfundinum sjálfum.
Stjórn foreldrafélagsins hvetur foreldra og forráðamenn til að mæta á fundinn og sýna þannig samstöðu í að láta sig málefni barna sinna varða.
Vegna samkomutakmarkana verður því miður ekki vorhátíð í ár. Þess í stað hafa nemendur og starfsmenn skólans staðið í ströngu við að undirbúa góðgerðardag Kársnesskóla sem verður haldinn föstudaginn 28. maí n.k.
Þá stefna skólinn og foreldrafélagið að því að halda hausthátíð sem hæfist upp úr hádegi 24. ágúst n.k. (skólasetningardagurinn) gangi áætlanir eftir. Takið daginn frá því við viljum bjóða allt skólasamfélagið, þ.m.t. fjölskylduna velkomna.
Að lokum viljum við minna þá bekkjarfulltrúa sem ekki hafa sótt um bekkjarstyrk um að gera það eigi síðar en mánudaginn 24. maí með tölvupósti á netfangið: [email protected] Styrkurinn fyrnist sé ekki sótt um hann innan tímamarka en bekkjarfulltrúi getur geymt hann sjálfur til næsta skólaárs eftir að foreldrafélagið hefur millifært á bekkjarfulltrúa. Hver bekkur getur fengið kr. 10.000 á skólaárinu (samtals 30 þúsund fyrir árgang ef ekki eru smærri bekkir). Eftirfarandi upplýsingar þurfa koma fram í beiðni um bekkjarstyrk:
-Heiti bekkjar
-Nafn bekkjarfulltrúa
-Kt. bekkjarfulltrúa
-Rnr. bekkjarfulltrúa
Bestu kveðjur,
Stjórn Foreldrafélags Kársnesskóla