Aðalfundur foreldrafélags og Vefkaffi sálfræðings #1

Nú byrjum við aftur á fræðslunni sem okkar einstaki sálfræðingur Erlendur Egilsson hefur staðið fyrir síðastliðin ár.  VIð höfum nú breytt forminu í rafrænt umhverfi, köllum það vefspjall og vonumst til að það nái jafnvel til fleiri foreldra því í fyrra komust færri að en vildu á þessi fræðslukvöld.
Við hefjum leika á næsta miðvikudag, þann 30.september og ætlum að slá tvær flugur í einu höggi til að nýta tímann sem best.
Fyrir hönd stjórnar foreldrafélagsins boða ég ykkur því einnig öll á aðalfund foreldrafélagsins þar sem þarf að kjósa í stjórn og kjósa fulltrúa til að sitja í skólaráði – þetta þarf að gera allt rafrænt. Ég hvet ykkur til að taka þátt í starfi með foreldrafélaginu og bjóða ykkur fram – það er góð leið til að hafa áhrif á málefni sem varða börnin ykkar í skólanum.
Takið því frá næsta miðvikudag frá klukkan 19.00 – meðfylgjandi er auglýsing frá Erlendi sem við birtum líka á heimasíðunni okkar og facebooksíðu skólans – athugið að fræðslan hans byrjar kl. 19.30 en aðalfundurinn undir sama hlekk kl. 19.00.

Hlekkinn má finna hér
Sjáumst!

 

 

Posted in Fréttaflokkur.