Öskudagur

Öskudagurinn (miðvikudagurinn 14. febrúar) nálgast óðum með tilheyrandi spenningi. Við ætlum að gera okkur glaðan dag, mæta í búningum og brjóta upp hefðbundið skólastarf með þrautum, grímuballi og húllumhæ.  Þar sem þetta er skertur skóladagur nemenda þá lýkur skóladeginum kl. 12:00.

Ekkert klúbbastarf er þennan dag.

Dægradvöl er opin fyrir þá nemendur sem eru skráðir í hana og eru foreldrar beðnir að láta Rósu í dægradvöl vita ef barnið þeirra mætir ekki þangað þennan dag.

Posted in Fréttaflokkur.