Grunnskólamót í klifri – Úrslit

Grunnskólamótið í klifri 2024 fór fram síðastliðinn laugardaginn. Klifurfélag Reykjavíkur stóð fyrir mótinu en þetta var í fyrsta sinn sem mótið er haldið. Öllum 6.bekkjum á höfuðborgarsvæðinu var boðin keppnisþátttaka og þáðu fjölmargir skólar boðið.

Krakkarnir glímdu við 5 erfiðar leiðir og stóðu sig frábærlega vel. 10 stúlkur og 10 strákar komust í úrslit.

Eftir harða keppni voru það Emma Líf Sigurðardóttir úr Kársnesskóla og Valdimar Max Haraldsson úr Sjálandsskóla sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Við óskum þeim kærlega til hamingju og þá sérstaklega okkar konu og við í Kársnesskóla erum að sjálfsögðu mjög stolt af hennar árangri.

Úrslit Grunnskólamóts í klifri 2024

Stelpur
1.sæti: Emma Líf Sigurðardóttir – Kársnesskóli
2.sæti: Móeiður Ronja Davíðsdóttir – Hlíðarskóli
3.sæti: Hanna Kaðlín – Laugarnesskóli

Strákar:
1.sæti: Valdimar Max Haraldsson – Sjálandsskóli
2.sæti: Helgi Björnsson – Laugarnesskóli
3.sæti: Emil Orri Linduson – Hlíðarskóli

Posted in Fréttaflokkur.