Í október stóð klifurfélag Reykjavíkur í fyrsta sinn fyrir grunnskólamóti í klifri og buðu þau nemendum í 6. bekk að taka þátt á mótinu, íþróttakennarar nýttu íþróttatíma hjá árganginum til þess að fara með hópinn í heimsókn í Klifurhúsið og í leiðinni reyndu u.þ.b. 40 nemendur við þær 8 klifurleiðir sem voru settar fram á mótinu. Þeir nemendur sem kláruðu allar 8 leiðirnar komast áfram í undanúrslit sem verður 23.nóv næstkomandi.
Nemendur Kársnesskóla stóðu sig með stakri prýði og náðu 7 nemendur frá okkur að klára allar leiðirnar og þar með komin í úrslit. Við óskum þessum nemendum innilega til hamingju sem og öðrum nemendum sem tóku þátt fyrir sinn árangur. Margir voru að prófa þessa skemmtilegu íþrótt í fyrsta skipti og komu því heim reynslunni ríkari.