Iðan fræðslusetur – heimsókn

Nokkrum nemendum í 9. og 10.bekk bauðst að heimsækja Iðuna fræðslusetur og var það hluti starfsfræðslu í skólanum. Bauðst nemendum að kynnast bíliðngreinum annars vegar en prent- og miðlunargreinum hins vegar. Annar hópurinn setti saman bílmódel og snerti í þeirri vinnu á öllum þremur greinum bíliðna; bifvélavirkjun, bílamálun og bílasmíði. Þau beygðu módelplötu, sprautuðu bílinn og settu að lokum rafmótor í hann, tengdu og „keyrðu af stað“.
Hinn hópurinn kynnist ljósmyndun, grafískri miðlun, textagerð og útgáfu. Nemendur tóku viðtöl, myndir og myndbönd, settu upp veggspjöld og prentuðu út ásamt því að búa efnið til útgáfu fyrir ólíka miðla, meðal annars myndband.

Afrakstur verkefnisins má sjá hér:

https://www.idan.is/frettir/stok-frett/2024/04/05/Verkin-tala/?tags=Myndskei%c3%b0&I%c3%b0nn%c3%a1m

www.idan.is

Posted in Fréttaflokkur.