Vélsmiðjan Héðinn heimsótt

Síðasta föstudag fór hópur af áhugasömum nemendum í heimsókn í Vélsmiðjuna Héðinn til að kynnast störfum í málmiðnaði og véltækni í sex mismunandi deildum fyrirtækisins; tæknideild, véladeild, renniverkstæði, plötuverkstæði auk rafsuðu og nýsköpunar. Við fengum góðar móttökur og vorum leidd í gegnum verksmiðjuna þar sem nemendur fengu að prófa eitt og annað. Þetta var mikilvægt tækifæri fyrir nemendur til að fá að kynnast störfum sem mörg þeirra þekkja ekki og þökkum við Héðni kærlega fyrir okkur.

Posted in Fréttaflokkur.