Keppnin Greindu betur er þverfaglegt tilraunaverkefni sem ætlað er að veita unglingum á aldrinum 14 til 19 ára tækifæri til þess að efla hæfni sína í því að nýta upplýsingar á ábyrgan, skapandi og gagnrýninn hátt og getu sína til þess að taka upplýstar ákvarðanir.
Keppt var í tveimur flokkum, yngri flokki (9.-10. bekkur í grunnskóla) og eldri flokki (1.-3. ár í framhaldsskóla).
Það er gaman að segja frá því að liðið Kársnes 14 sem er skipað nemendum úr 9.bekk í Kársnesskóla urðu í 3.sæti í ár í yngri flokkinum og hlutu þær peningaverðlaun að launum. Þær eru fyrir miðju á myndinni og heita Sara Margrét, Ágústa og Bryndís Sunna og við óskum þeim kærlega til hamingju.
Frétt í heild sinni má finna hér