Jólaþema á elsta stigi

Nemendur á elsta stigi í Kársnesskóla tóku nýlega þátt í jólaþemaviku. Yfirheitið á verkefninu var Jólaóróinn sem vísar í jólaóróa sem Samband lamaðra og fatlaðra gaf út á árunum 2006 – 2021 og voru í hvert sinn samvinnuverkefni hönnuða og skálda. Hönnuðurinn hannaði óróann sjálfan og skáldin sömdu ljóð. Viðfangsefnin voru 16 þ.e jólasveinarnir 13 ásamt foreldrum og ketti.

Nemendur unnu í aldursblönduðum hópum þar sem í sumu hópum voru saman fulltrúar í 8. og 10. bekk og í öðrum hópum voru fulltrúar í 9. og 10. bekk. 10. bekkingar tóku oftast að sér leiðtogahlutverk og stóðu sig vel í því.

Það er óhætt að segja að nemendur hafi notið sín í þessu verkefni eins og myndirnar gefa til kynna. Fyrir utan veggspjöldin sem voru hvert öðru glæsilegra má finna a.m.k þrenna QR-kóða á hverju spjaldi sem innihalda verkefni sem nemendur glímdu við í jólaþemavikunni.

Við fenguð kynningu frá SLF í upphafi þemaverkefnis og þá mættu fulltrúar þaðan á sýningu í dag. Við buðum einnig öðrum kennurum að skoða verkefnin og svo fengu foreldrar 9. bekkinga líka boð um að koma. Sýningin gekk vel og má búast við að 8. bekkjar foreldrar og foreldrar 10. bekkinga fá boð á næstu þemasýningar

Annars tala myndirnar sínu máli.

Gleðileg jól

Posted in Fréttaflokkur.