Þemavika var á unglingastiginu vikuna 4.-7. nóvember síðastliðinn. Í slíkri vinnu er uppbrot á hefðbundnu skólastarfi og bóklegum greinum blandað saman. Að þessu sinni var yfirskriftin „fjölmiðlar“ og er óhætt að segja að afar vel hafi tekist til.
Vikan hófst með heimsókn Arnars Björnssonar, fyrrverandi fréttamanns, og fræddi hann nemendur um blaðamennsku á umbrotatímum. Níundi og tíundi bekkur fór í heimsókn til fjölmiðla á borð við Morgunblaðið, Birting, RÚV og Bylgjuna. Áttundi bekkurinn skellti sér í hlutverk fréttamanna og hélt í miðbæinn og tók ferðamenn tali.
Seinni hluta vikunnar bjuggu nemendur til sinn eigin fjölmiðil og enduðu á því að sýna gestum og gangandi afraksturinn á föstudeginum. Sem sagt, skemmtileg vika að baki og ekki annað að sjá og heyra en að þetta nýju vinnufyrirkomulag falli nemendum vel í geð.