Gengið gegn einelti

Í dag, 8. nóvember var baráttudagur gegn einelti.

Við í Kársnesskóla tókum þátt í þessum degi ásamt leikskólunum í hverfinu, Kópasteini, Marbakka og Urðarhóli.

Nemendur í 1.-4. bekk hittust á Rútstúni ásamt leikskólabörnunum. Þar var sungið saman undir stjórn tónmenntakennara og að loknum samsöng var gengið um hverfið í átt að Kársnesskóla. Að lokinni göngu mynduðu allir vinakeðju.

Hér má sjá nokkrar myndir frá þessum fallega degi.

 

 

Posted in Fréttaflokkur.