Fræðsla fyrir foreldra 4. nóvember kl. 17.30 í sal skólans
Andrea Marel og Kári Sigurðsson hafa bæði starfað með unglingum um langt
skeið og hafa saman breiða fagþekkingu í málefnum ungmenna. Þau hafa
ferðast um landið með fræðsluna „Fokk me – Fokk you“ sem fjallar um
veruleika unglinga í tenglum við sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti.
Þau hafa frætt bæði unglinga og foreldra sem og annað fagfólk sem starfar
með börnum og unglingum um allt land. Í erindi sínu munu Andrea og Kári
gefa okkur innsýn inn í þann veruleika sem börnin okkar búa við og ræða við
okkur hvaða áhrif við sem foreldrar getum haft á hann. Rætt er um þá þætti
sem hafa áhrif á mótun sjálfsmyndar sem og birtingarmyndir ofbeldis og
áreitni í ýmsu formi.