Í morgun kom Skúli Bragi Geirdal frá Netöryggismiðstöð Íslands í heimsókn til okkar í Kársnesskóla og flutti fyrirlestur um netöryggismál fyrir nemendur á mið- og elsta stigi.
Skúli verður einnig með fyrirlestur fyrir foreldra í dag kl. 18:00 á sal skólans.
Hér eru leiðbeiningar fyrir foreldra þar sem farið er í netöryggi, persónuvernd, samfélagsmiðla, tölvuleiki, friðhelgisstillingar, skjátíma, algóritma og ýmislegt fleira.
Á vefsíðunni miðlalæsi.is eru sex myndbönd um samfélagsmiðla og líðan barna, fréttir og falsfréttir, áhorf á klám og hatur og einelti á netinu.
Að lokum má benda á síðuna www.netumferdarskolinn.is
Hér má einnig finna 10 heilræði fyrir foreldra