Kartöfluuppskera

Hópur úr 2.bekk í heimilisfræði hjá Ruth fóru saman í garðlöndin en þau eru staðsett við Geðræktarhúsið við Kópavogsgerði.

Krakkarnir fengu fræðslu um sjálfbærni og tóku upp kartöflur og skoðuðu sig um í garðlöndunum. Markmiðið var að bæta umhverfisvitund þeirra og að nemendur verði meðvitaðir um neyslu og hvaðan maturinn kemur. Þeir stóðu sig mjög vel og voru áhugasamir. Krakkarnir bíða nú spenntir eftir að elda kartöflurnar sem verður gert í næsta tíma.

Posted in Fréttaflokkur.