Skólapúlsinn niðurstöður

Sem hluti af lögbundnu innra mati skóla nýtum við niðurstöður Skólapúlsins ár hvert til að rýna gæði skólastarfsins og gera úrbætur í þeim þáttum sem sýna úrbótaþörf.

40 manna úrtak nemenda í 6. – 10. bekk svarar spurningum um líðan og skólastarfið mánaðarlega og í lok skólaársins eru niðurstöður dregnar saman í lokaskýrslu.

Hér birtum við niðurstöður matsþáttanna í samanburði við meðaltal annarra skóla af sömu stærðargráðu. Rauðar tölur merkja að skólinn er undir landsmeðaltali, grænar tölur merkja yfir landsmeðaltali og stjörnumerktar grænar tölur merkja að munurinn milli Kársnesskóla og landsmeðaltals er marktækur.

Við í Kársnesskóla erum afskaplega ánægð að sjá að flestir nemendur okkar eru virkir og ánægðir í skólanum og hafa trú á eigin getu, finnst kennarar hlusta á þá, þeir hafa gott sjálfsálit og samsama sig vel nemendahópnum.

Posted in Fréttaflokkur.