Nemendur í 9.bekk voru svo heppnir að fá að heimsækja Rafmennt sem er þekkingarfyrirtæki sem veitir þjónustu og sinnir fræðslu fyrir raf- og tækniiðnaðinn á Íslandi. Starfsfólk Rafmenntar ásamt félögum RSÍ-UNG tóku á móti hópunum og leiðbeindu þeim í gegnum fjölbreytt verkefni sem nemendur fengu að spreyta sig á. Nemendur fengu meðal annars að búa til sitt eigið vasaljós úr íhlutum, beygja rafmagnsrör, draga vír í röralagnir, tengja ljós og rofa auk annarra fjölbreyttra verkefna. Árganginum var skipti í fjóra hópa og lagði hver hópur land undir fót og fór í tveggja strætóa ferðalag á Stórhöfða þar sem Rafmennt er til húsa. Heimsóknirnar voru stórskemmtilegar, nemendur lærðu heilmikið og hegðun þeirra og framkoma var í alla staði til fyrirmyndar, enda ekki annað hægt þegar um svona flottan hóp nemenda er að ræða. Heimsókn sem þessi er mikilvægur hluti af starfsfræðslu nemenda og ómetanlegt þegar nemendur fá að kynnast störfum sem verið er að vinna úti í samfélaginu á þennan hátt.
Myndirnar eru teknar með samþykki nemenda…..sjón er sögu ríkari