Nú liggur fyrir að við getum farið að hefja skólastarf aftur með hefðbundnum hætti. Við fögnum því hér í skólanum að geta lokið skólaárinu á sem eðlilegastan hátt. Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá í skólann mánudagsmorguninn 4.maí. Við komum þó til með að gæta þess vel áfram að hreinlætiskröfum sé fullnægt sem dæmi pössum við uppá að börnin þvoi og spritti hendur fyrir hádegismatinn og áður en þau fara inn í kennslustundir. Skólasund og íþróttir hefjast líka samkvæmt stundaskrá.
Góða helgi,
Björg Baldurdóttir, skólastjóri Kársnesskóla.