Góðgerðardagurinn

Góðgerðardagur Kársnesskóla hefur fests í sessi og er nú árlegur stórviðburður í skólanum að vori. Þá vinna nemendur undir leiðsögn kennara að fjölbreyttum verkefnum s.s. búa til og selja listmuni, nytjahluti, baka bakkelsi og pizzur, setja upp ólíkar stöðvar með þrautum og hinu sívinsæla draugahúsi og standa fyrir ýmsum uppákomum hér og þar um skólann og skólalóðina.

Verkefnið styður vel við: Grunnþætti menntunnar; læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun, Heimsmarkmiðin og Barnasáttmálann.

Þessi hátíðardagur er í samstarfi við foreldrafélag skólans og allir sem að verkefnum dagsins koma gefa vinnu sína. Foreldrar, starfsfólk, fyrirtæki og velunnarar skólans styrkja Góðgerðardaginn veglega og njóta hin ýmsu félög góðs af, t.d. Unicef, Rauði Krossinn, Abc barnahjálp og Barnaspítali Hringsins. Nemendur í 7. bekk velja hvaða félag skal styrkja ár hvert og við beinum sjónum okkar að samtökum sem leggja áherslu á málefni sem snerta börn eða berjast fyrir réttindum barna hér heima og á heimsvísu.