Heilsuvernd skólabarna er á vegum Heilsugæslunnar í Kópavogi. Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra og er framhald af ung- og smábarnavernd. Heilsuvernd skólabarna aflar upplýsingar allra barna við upphaf skólagöngunnar varðandi heilsu og hegðun en farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Nauðsynlegt er að skólinn og þar með talið skólahjúkrunarfræðingur fái upplýsingar um heilsu barnsins og hagi þess t.d. ef barnið er með einhverja sjúkdóma og er á lyfjum, spítaladvöl barnsins, flutninga fjölskyldunnar, skilnað foreldra og alvarleg veikindi eða missi náins ættingja því slíkt getur haft áhrif á líðan barnsins, námsgetu þess og hegðun.Verði barnið fyrir slysi í skólanum veitir hjúkrunarfræðingur eða kennarar fyrstu hjálp en haft er samband við foreldra/forráðamenn eins fljótt og auðið er. Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru forvarnir, fræðsla, skimanir og bólusetningar. Unnið er samkvæmt leiðbeiningum Embættis landlæknis um heilsuvernd grunnskólabarna
Reglubundnar skimanir og bólusetningar:
1. bekkur – Sjónskerpupróf, hæðarmæling og þyngdarmæling
4. bekkur – Sjónskerpupróf, hæðarmæling og þyngdarmæling
7. bekkur – Sjónskerpupróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. Bólusett gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (ein sprauta). Stúlkur eru einnig bólusettar gegn HPV (human papilloma veirum) sem geta valdið leghálskrabbameini (tvær sprautur með 6 mánaða millibili).
9. bekkur – Sjónskerpupróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. Bólusett gegn kíghósta, mænusótt, barnaveiki og stífkrampa (ein sprauta).
Nemendur í öðrum árgöngum eru skoðaðir ef ástæða þykir til. Heilsuvernd skólabarna fylgist einnig með því að börn hafi fengið þær bólusetningar sem tilmæli Landlæknis segja til um. Ef börn hafa ekki fengið fullnægjandi bólusetningar verður haft samband við foreldra áður en bætt er úr því.
Nánari upplýsingar um heilsuvernd skólabarna má finna hér.
Skólahjúkrunarfræðingar eru Kristín Lilja Jónsdóttir