Mötuneyti

 

  • Nemendur hafa aðgang að hádegismat í skólanum og eru matseðlar m.a. birtir á heimasíðu skólans. Ef smellt er á máltíð dagsins á matseðli, opnast síða með upplýsingum um næringargildi.
  • Lögð er áhersla á hollan mat og matseðlar gerðir samkvæmt ráðleggingum Landlæknisembættis um mataræði og í samræmi við Lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar.
  • Nemendur hafa aðgang að ávaxta- og salatbar með öllum máltíðum.
  • Nemendur hafa val um grænmetisrétt þegar kjöt eða fiskur er í aðalrétt.
  • Á morgnana er boðið upp á hafragraut í matsal.
  • Íslenskar matarhefðir eru kynntar fyrir nemendum eins og kostur er.
  • Í mötuneytinu er lögð rík áhersla á að draga úr matarsóun með því að:
    • gæta nákvæmni í innkaupum og magni framleiðslu
    • leyfa nemendum í 6.-10. bekk að skammta sér á diskana
    • vigta allan mat sem fer til spillis og nýta niðurstöður til þess að bæta nýtingu

Matseðil, næringargildi og grænmetisval má nálgast hér

Verðlisti í nemendasjoppu
Ávöxtur 100 kr.
Ávaxtasafi 100 kr.
Samloka 200 kr.
Ostaslaufa 250 kr.
Kleina 100 kr.