Félagsmiðstöðin Ekkó er starfrækt allt skólaárið og undir stjórn Frístunda- og forvarnardeildar Kópavogs. Félagsmiðstöðin er staðsett í Kársnesskóla. Markmið félagsmiðstöðvarinnar er að bjóða upp á uppbyggilegt tómstundastarf, stuðla að forvörnum og byggja upp jákvæða ímynd hjá unglingum svo fáein dæmi séu nefnd. Einnig er hvatt til lýðræðislegrar þátttöku og það er gert m.a. í formi unglingaráðs.
Opið er í Ekkó alla mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17:00 – 18:30 og frá kl. 19:30 – 22:00
Hádegisopnun er mánudaga – fimmtudaga frá kl. 12:00 – 12:30
Einnig er opið annan hvern föstudag frá kl. 20:00 – 23:00 og þá eru oft sameiginlegir viðburðir og böll.
Heimasíðu Ekkó má finna hér
Forstöðumaður: Jóhanna Aradóttir
Sími: 696-1620 / 441-4630
Netfang: johanna.aradottir@kopavogur.is