Uppeldi til ábyrgðar
Uppeldi til ábyrgðar miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga og þjálfa þau í að ræða um tilfinningar og átta sig á þörfum sínum. Vinnuaðferðunum er einnig ætlað að styðja starfsmenn skóla við að móta sér skýra stefnu varðandi samskipti og agamál. Öðru fremur er um að ræða aðferðir við að kenna sjálfstjórn og sjálfsaga og styrkja einstaklinga í því að læra af mistökum sínum. Hugmyndafræðin hefur áhrif á kennsluhætti, stjórnunarhætti, áherslur í lífsleiknikennslu og ekki síst á meðferð agamála. Segja má að breyting verði á kenniviðmiðum (paradigm) skólasamfélagsins varðandi samskipti og aga. Lesa má nánar um uppeldi til ábyrgðar.
Hér má finna meira um Uppeldi til ábyrgðar sem er uppeldis- og samskiptastefna Kársnessskóla
Hér má finna það ferli sem fer í gang vegna brota á skólareglum.