Frímínútur

Yngsta stig
Á yngsta stigi eru tvennar frímínútur.
Fyrri frímínútur eru á milli annars og þriðja tíma, 20 mínútur ( 9:30 – 9:50 ).
Seinni frímínúturnar eru eftir fjórða tíma, 10 mínútur ( 11:10 – 11:20 ).

Hádegishlé er tekið í tvennu lagi.
Fyrst eru 1. og 3. bekkur, kl. 11:20 – 12:00.

Seinna eru 2. og 4. bekkur, kl. 12:00 – 12:40.

Miðstig
Á miðstigi eru tvennar frímínútur.
Fyrstu frímínútur eru á milli annars og þriðja tíma, 20 mínútur (9:40 – 10:00).
Þriðju frímínútur eru milli sjötta og sjöunda tíma, 15 mínútur (13:20 – 13:35).

Hádegishlé er á milli 11:20 – 12:00
Nemendur matast í sal skólans. Síðustu 10 mínúturnar af hádegishléinu skulu nemendur fara út á leikvöll skólans.

Almenna reglan er sú að allir nemendur á yngsta og miðstigi fari út á leikvöll í frímínútum, óháð veðri, enda komi börnin klædd eftir veðri hverju sinni. Þurfi barn að dvelja inni í frímínútum, að mati foreldra, þarf að koma um það skrifleg beiðni (miði) að heiman.

Elsta stig
Í Kársnesskóla eru frímínútur í 8. – 10. bekk sem hér segir:
9:30 – 9:50
10.30 – 10.35
11:15 – 11:20
12:00 – 12:40  frímínútur og matarhlé
13.20 – 13:25
14:10 – 14:15
14:55 – 15:00

Matsala nemenda í 8. – 10. bekk er opin í frímínútum:

9:30 – 9:50
12:00 – 12:40

Nemendur í 8. – 10. bekk eiga kost á að vera inni í frímínútum. Seturými er í samkomusal skólans. Þar geta nemendur verið í frístundum og matast í hádeginu.
Kennarar og gangaverðir sinna vörslu í frímínútum.