Hagnýtar upplýsingar
Frístund er frjálst tilboð þar sem dvelja börn við leik og skapandi störf í umsjá frístundaleiðbeinenda eftir að skóla lýkur. Börnin eru skráð inn í Vinahól og fylgst er vel með hvar þau eru að leik og starfi uns þau eru skráð út við brottför. Frístund Kársnesskóla og er fyrir börn í 1- 4 bekk. Vinahóll er staðsettur í Hallargarðinum á skólalóð Kársnesskóla við Kópavogsbraut. Forstöðumaður í Vinahóli er Alexandra Ósk Jónsdóttir og aðstoðarforstöðumaður er Natalia Irena Bronszewska. Í Vinahóli er lögð áhersla á kurteisi, góða umgengni, uppbyggjandi samskipti, frjálsan leik og markvissa útivist. Útivist er alla daga kl. 13:30 til kl. 14:30. Minnt er á að börnin komi í hlýjum og skjólgóðum fötum fyrir útiveru. Í Vinahóli
Hressing
Hafðu samband við okkur í Vinahól
Netfang í Vinahól frístund er: [email protected]
Símanúmer í Vinahól frístund er: 441- 4634
Facebooksíða Vinahóls er: Vinaholl-Kársnesskóli
Forföll og leyfi
Frístund notar skráningarkerfi sem heitir ,,Vala“. Ef börn eru veik eða í leyfi út skóladaginn nægir að láta skólaritara vita um morguninn. Ef barn fer heim á miðjum skóladegi eða er í leyfi einungis í frístund en ekki á skólatíma skal tilkynna það til Vinahóls fyrir kl 12:30 í síma 441-4635 eða senda póst á [email protected]. Einnig skal það tilkynnt til Vinahóls ef breyting verður á því hver sækir barnið og/ eða barnið má fara heim með öðrum. Foreldrar eru beðnir að hringja ekki í Vinahól milli kl. 12:30 – 17:00 nema nauðsyn krefji.
Opnunartími og opnanir utan hefðbundna skóladaga.
Frístundin er opin frá kl 13:30 – 17:00 alla virka daga þá daga sem skólinn starfar.
Á Foreldraviðtals og skipulagsdögum skólans er í Vinahóli opið frá kl. 8:00 – 17:00. Vinahóll hefur þó tvo starfsdaga fyrir starfsfólk einn á hvorri önn og eru þeir 18. nóvember 2021 og 16. mars 2022. Þá daga er lokað. Þessir dagar eru nýttir til fræðslu, skipulags og framkvæmda. Til að skrá börnin í vistun á foreldraviðtals/skipulagsdögum þarf að skrá það sérstaklega í „lengd viðvera“ í þjónustugáttinni áður en lokað er fyrir skráningu.
Skrá þarf séstaklega börnin fyrir þessa daga undir lengd viðvera í Völu. Vefsvæði að þjónustugáttunni völu má finna hér : https://innskraning.island.is/?id=valais&path=%2fvala-fristund-vetur
Í vetrarfríum skólans er lokað í Vinahóli.
Sumaraðlögun er val og opið er í frístund fyrir verðandi fyrstu bekkinga í hálfan mánuð í lok ágúst. Einnig er opið á viðbótadögum eftir skólaslit ef skólaslitin eru á öðrum vikudögum en föstudegi í júní.
Opið er í jóla og páskafríi. Skrá þarf barn sérstaklega í þessa opnunardaga í þjónustugátt, sjá gjald á heimasíðu Kópavogsbæjar. Ekki er hægt að taka við óskráðum börnum þessa daga né hægt að skrá eftir að skráningu lýkur.
Umsóknir um áskrift og afslætti í frístund fara eingöngu fram í þjónustugátt Kópavogsbæjar sem og breytingar á vistun og uppsögn á plássi í Vinahóli. Breytingar þurfa að berast fyrir 20.hvers mánaðar og taka þá gildi frá og með næstu mánaðarmótum. Frestur til þess að sækja um afslátt er einnig til 20. hvers mánaðar og er afsláttur er ekki veittur afturvirkt.