Stuðningsfulltrúar

Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Starf hans miðar að því að auka færni og sjálfstæði nemenda og að draga smám saman úr þörf þeirra á stuðningi í þeim tilvikum sem það er talið rétt. Stuðningsfulltrúi getur starfað í almennum bekk, sérúrræði og Dægradvöl, eftir nánari ákvörðun skólastjórnanda. Stuðningsfulltrúi vinnur eftir áætlun sem bekkjarkennari hefur útbúið í samráði við sérkennara sálfræðing eða annan ráðgjafa. Hann aðstoðar nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt fyrrgreindri áætlun undir leiðsögn kennara. S