Uppeldi til ábyrgðar er uppeldis- og samskiptastefna sem við notum í Kársnesskóla og miðar að því að efla innri hvata barnanna til að verða góðir og gefandi einstaklingar sem lifa í sátt við annað fólk og umhverfi sitt. Viðurkennt er að allir geta gert mistök og tækifæri gefið til að leiðrétta þau eftir bestu getu. Þessi uppeldisstefna er ekki einungis leiðarvísir að gefandi samskiptum barnanna heldur starfsmannanna líka og setur sinn brag á allt skólastarf. Notaðar eru opnar spurningar til að leiða börnin áfram í að uppbyggilegum verkefnum og lausnum á vandamálum. Í uppeldi til ábyrgðar er markmiðið að kenna börnunum góða hegðun sem er sprottin af þeirra innri hvöt til að vera ábyrgir einstaklingar sem taka tillit til annarra. Við vörumst að stýra börnum með umbun og refsingu. Skólinn hefur notast við þessa aðferð í nokkur ár og hefur innleiðing gengið vel. Í kjölfarið hafa starfsmenn orðið varir við breytingar á hegðun nemenda. Allir bekkir gera með sér bekkjarsáttmála sem þeir fylgja í hvívetna þar sem unnið er út frá grunnþörfunum öryggi, umhyggju, gleði, stjórnun og frelsi.
Hér má lesa nánar um uppeldi til ábyrgðar.