Gildi Kársnesskóla

Gildi Kársnesskóla


Þekking
:

· Við nýtum okkur framfarir, gagnrýna hugsun og víðsýni til að afla okkur þekkingar· Við notum þekkingu okkar til að ná fram markmiðum skólans

Virðing:

· Við berum virðingu fyrir sjálfum okkur og því umhverfi sem við lifum í· Við sýnum tillitsemi og kurteisi í umgengni við fólk og umhverfi

Ábyrgð:

· Við tökum ábyrgð á lífi okkar· Við sýnum ábyrgð með agaðri framkomu gagnvart fólki og umhverfi

Ánægja:

· Við sköpum öllum jákvætt vinnumhverfi· Við leggjum áherslu á samkennd og náungakærleik· Við njótum náttúrunnar með útiveru og höfum af henni ánægju

Þolmörk

Í uppeldisstefnu skólans er lögð áhersla á gildi skólans en jafnframt eru skýr mörk á hegðun sem ekki er liðin. Það köllum við þolmörk í daglegu tali

Í Kársnesskóla líðum við ekki:
Ofbeldi
Vímuefni
Óhollustu
Virðingarleysi
Skemmdarverk