Námsmat

Á undanförnum árum hefur skólinn lagt áherslu á símat og fjölbreytt námsmat. Kennurum er gert að nýta Mentor vel í því skyni t.d. verkefnabækur og frammistöðumat Samkvæmt áætlun um innleiðingu á nýrri aðalnámskrá verður lögð áhersla á endurmenntun kennara við að innleiða nýjar áherslur í námsmati á næstu tveimur árum.

Kennarar skila kennsluáætlunum fyrir um það bil 6 vikur í senn og eru þær birtar á heimsíðu skólans. Heimavinnuáætlanir eru settar inn á mentor.is vikulega á yngsta- og miðstigi en daglega á elsta stigi. Í kennsluáætlun er greint frá hvernig námsmati er háttað í hverri námsgrein.
Námsmat er unnið sem hér segir:
Í október er frammistöðumat undirbúið og sent foreldrum/nemendum og kennurum til útfyllingar
Í nóvember eru foreldraviðtöl. Þar er farið yfir styrkleika og veikleika nemandans og þau markmið sem hann hefur sett sér
Í janúar fá nemendur afhent námsmat sem er í umsögnum eða tölum
Í mars er frammistöðumat undirbúið og sent foreldrum/nemendum og kennurum til útfyllingar
Í febrúar eru foreldraviðtöl þar er farið yfir námsmat sem nemendur fengu í janúar og frammistöðumatið sem unnið var í vikunni á undan
Í júní fá nemendur afhent námsmat sem er í umsögnum og tölum