Breyttar reglur – Sóttkví

English below

 

Við viljum vekja athygli á þessum breyttu reglum um sóttkví sem sjá má á vef stjórnarráðsins og taka gildi um miðnætti en þær má finna hér

Sóttkví verður fyrir þá sem eru útsettir á heimili.
Skilyrði sóttkvíar verða óbreytt, þ.e. aðskilnaður frá öðrum í fimm daga og PCR-próf til að losna.
Ef ekki er viðhafður fullur aðskilnaður frá smituðum á heimili lýkur sóttkví með PCR-prófi degi eftir að sá smitaði útskrifast, eins og verið hefur.
Þríbólusettir (smit telur sem ein bólusetning) á heimili fara þó í smitgát í stað sóttkvíar, sbr. að neðan, sem lýkur með PCR-prófi á fimmta degi.

Smitgát verður fyrir þá sem eru útsettir utan heimilis.
Í smitgát skal viðkomandi bera grímu í margmenni og þegar ekki verður hægt að viðhafa tveggja metra nándarreglu, úti sem inni. Forðast skal mannmarga staði og sleppa umgengni við viðkvæma einstaklinga.
Smitgát þarf að viðhafa í fimm daga og ekki þarf sýnatöku til að losna, sbr. þó þríbólusetta sem eru útsettir á heimili.

Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin smitgát í þessum tilfellum en þurfa að vera í sóttkví ef smit er á heimili.

Ég vil þó hvetja ykkur til að halda áfram að huga vel að því hvort börnin ykkar eru með einkenni sem líkjast Covid einkennum og fara í PCR próf ef þið hafið grun um að þau séu smituð.
Börn sem eru í sóttkví núna og eru ekki með smituðum í heimili og eru einkennalaus mega sem sagt mæta í skólann sinn á morgun.  Þau þurfa ekki að fara í PCR próf til að ljúka sóttkvínni nema þau sýni einhver einkenni veirunnar.

English!
Hello everyone
I would like to call to your attention that the rules regarding quarantine have now changed.
Quarantine is now only applicable for those who have an infected person within their home. The quarantine is 5 days complete separation, finishing with a PCR test, just like it has been.  If you are unable to avoid contact with the infected person, then your confinement will be as long as the patient´s. However, if you have three inoccuations there is no quarantine, only be as careful as possible and take a PCR test after 5 days.

If you come in contact with an infected person outside your home you need to be as careful as possible for the next five days, but no PCR test unless symtoms develope. Being careful means carrying a mask around people closer than 2m and generally staying away from people as much as possible, especially those with weakened immunsystem.
Children under 16 years now only do quarantine if there is an infected person at home. Otherwise they have no restrictions. However we encourage you to keep watching their health and have them tested if they show symtoms.

Any children now in quaratine due to outside contact are free to attend school tomorrow if they are healthy. They do not need a PCR test to finish the quarantine.

Posted in Fréttaflokkur.