Veffræðsla 2.febrúar kl. 18:00

Næstkomandi þriðjudag, 2. febrúar kl. 18.00  verður Margréti Lilja, frá Rannsóknum og greiningu á rafrænum fundi og kynnir fyrir okkur niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir nemendur í Kársnesskóla í 8., 9. og 10.bekk í febrúar og svo aftur í október 2020. Könnunin varpar ljósi á líðan unglinganna á tímum Covid-19. Þar koma fram upplýsingar um líðan nemenda, rafrettunotkun, svefnvenjur, áhættuhegðun og margt fleira sem er áhugavert og mikilvægt að foreldrar og allir þeir sem vinna að því að bæta líf ungmenna séu meðvitaðir um.

Öllum foreldrum skólans er boðið en við hvetjum sérstaklega foreldra barna í 8. 9. og 10.bekk að fylgjast með.

Þegar Margrét Lilja hefur lokið máli sínu fáum við fræðslu frá Gísla Þór Einarssyni sem er kennari við skólann og hefur áralanga reynslu af starfi með SÁÁ og ætlar að fjalla aðeins um forvarnir gegn áfengis- og vímuefnum.  Einkenni efna og birtingarmynd. Við hefjum leik á þriðjudaginn kl. 18.00 og gerum ráð fyrir að vera í 1,5 klst.

Posted in Fréttaflokkur.